fbpx

Skráning

Val á heilsurækt er stór ákvörðun. Flestir skuldbinda sig í 6+ mánaða áskrift til að tryggja sér hagkvæmustu kjörin en þá er mikilvægt að sjá fyrir sér að geta nýtt áskriftina vel, en það kann að vera erfitt ef maður þekkir ekki aðstæður. Við viljum auðvelda ykkur ákvörðunina um valið með því að bjóða ALLTAF upp á fyrsta mánuðinn á lægsta verðinu, án bindingar. Þannig gefst þér tækifæri til að prófa þig áfram í einn mánuð á hagstæðasta verðinu áður en þú tekur ákvörðun um framhaldið. Slíkur mánuður kallast Kynningarmánuður. 

Þú hefur í framhaldinu val um að skrá þig í stakan mánuð, þriggja mánaða áskrift eða 6+ mánaða áskrift (með þriggja mánaða uppsagnarfrest).
Sama hvaða áskriftarleið þú velur, þá getur þú flakkað á milli allra tíma í töflu eftir vilja og hentugsemi. Þú færð aðgang að einföldu bókunarkerfi sem við notum til að stýra aðsókn í hvern tíma, svo með örlitlum fyrirvara ferðu létt með að bóka þitt pláss í alla þá tíma sem henta þér best.

Aldrei æft í Metabolic Reykjavík?

Skráðu þig í kynningarmánuð, á besta verðinu, án bindingar.

Öll uppgefin verð eru á mánuði.

Algengar spurningar

Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

Metabolic er æfingakerfi sem er í senn fjölbreytt, faglegt og skemmtilegt. Hönnuður kerfisins er Helgi Jónas Guðfinnsson.

Tímarnir eru á bilinu 45-50 mínútur með upphitun og teygjum.

Gefðu þig fram við þjálfarann, farðu inn í allar æfingar á þínum hraða og ekki gera neitt sem þér líður illa með.

Þú færð góða leiðsögn þjálfarans á staðnum og þar að auki mun einhver ‘gamall’ Metabolicari fylgja þér í gegnum fyrsta tímann.

Best er að skoða verðin hér að ofan. Ef einhverjar spurningar vakna frekar þá heyra í okkur.

MB1 er grunntíminn okkar og hann er alltaf í boði þegar það er Metabolictími í stundatöflunni okkar. 

Allir Metabolictímar eru því grunntímar!

Í hverjum tíma erum við með þrjú erfiðleikastig af sömu æfingunni og því tökum við á móti nýliðum og lengra komnum á sama tíma.

Metabolic kerfið byggist upp á fjórum grunntímum:

1) Metabolic Strenght: styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd eða lóðum sem eru yfirleitt gerðar í súpersettum eða stöðvaþjálfun.

2) Metabolic Endurance: þolæfingar þar sem oftast er unnið með líkamsþyngd og langan vinnutíma. Unnið með lóð í MB3. 

3) Metabolic Power: kraftæfingar þar sem unnið er með snerpu fyrir allan kroppinn. Stuttur vinnutími.

4) Metabolic Burn: Æfing sem er með blönduðum æfingum úr styrk og þoli.

Hjá okkur ferðast æfingaálagið í 4 vikna ákefðarbylgjum, frá viku 1, sem  býður upp á lengdi hvíldartíma og einfaldara æfingaval upp í viku 4 sem inniheldur flóknari æfingar og styttri hvíld. 

Með þessu viljum við gefa iðkendum kost á að minnka álagið án þess að hætta að æfa. Þetta gefur okkur líka tækifæri til að einbeita okkur að tækni og þyngdum í þeim vikum sem innihalda lengri hvíld.

Þú mátt koma í prufutíma hvenær sem er! 

Sendu okkur línu á facebook chattinu sem er neðst í hægra horninu á þessari síðu og láttu okkur vita að það sé von á þér. 

Það verður tekið vel á móti þér!