fbpx

Frístundakort – leiðbeiningar

Hér finnur þú skref fyrir skref leiðbeiningar um það hvernig nýting á frístundakorti Reykjavíkur gengur fyrir sig hjá Metabolic Reykjavík.

Veldu áskrift

Veldu áskrift fyrir barnið og kláraðu að ganga frá skráningu, skráning fer fram við kaup og þegar greiðsla hefur farið í gegnum söluvef Metabolic Reykjavík.

Ath að hægt er að velja um að greiða í eingreiðslu (~10% afsláttur) eða mánaðarlega greiðslu.

Ekki er hægt að óska eftir endurgreiðslu eftir að kaup hafa farið fram. Hafi verið óskað eftir mánaðarlegri greiðslu er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á áskriftinni.

Verði einhverra hluta vegna ekki af námskeiðinu verður upphæðin endurgreidd að fullu.

Rafræn Reykjavík – skref 1

Metabolic Reykjavík þarf að taka næsta skref í ferlinu með því að skrá upplýsingar um barnið inn á vefinn rafræn Reykjavík og tilgreina að barnið sé á tilteknu námskeiði hjá MBR. Rafræn Reykjavík er vefur á vegum Reykjavíkurborgar og þar eru allar upplýsingar um frístundakort, inneignir, notendur og þjónustuaðila.

Smelltu hér til að komast á vef Reykjavíkurborgar.

Ef einhverjar upplýsingar vantar um unglinginn mun þjálfari MBR hafa samband við forráðamann til að afla þeirra.

Rafræn Reykjavík – skref 2

Forráðamaður getur nú ráðstafað frístundastyrk vegna barns til Metabolic á vefnum rafræn Reykjavík.

Hér er hægt að komast beint á vefinn hjá Reykjavíkurborg.

Endurgreiðsla

Endurgreiðsla getur eingöngu farið fram ef skref 2 hefur verið klárað á vefnum “rafræn Reykjavík”. Endurgreiðsla getur í fyrsta lagi borist vegna tímabils í 7. dags mánaðar í komandi mánuði.

Dæmi: námskeið er keypt þann 10. janúar, öllum skrefum hér að ofan hefur verið framfylgt að fullu fyrir 21. janúar og þá getur endurgreiðsla orðið eftir 7. febrúar.

Fyrir ítarlegri upplýsingar má alltaf senda tölvupóst á: info@metabolicreykjavik.is