Metabolic kerfið

Metabolic Reykjavík er þjálfunarstöð sem er sérsniðin að þeim sem vilja fjölbreytta, faglega og skemmtilega heilsurækt og komast í sitt allra besta form. Í Metabolic bjóðum við upp á það besta úr einkaþjálfunar- og hóptímaheiminum. 

Æfingakerfið er íslenskt og er hannað af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem er líklega þekktastur fyrir afrek sín á körfuboltavellinum, en síðusta rúmlega áratuginn hefur hann helgað sig þróun á Metabolic æfingakerfinu. 

Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í upphitun, niðurlagi og allra síst í æfingunum sjálfum. Því Helgi sér til þess að við séum að nota það allra nýjasta úr rannsóknum í heilsurækt hverju sinni. 

Æfingasvæði Metabolic rvk

Við erum stolt af æfingasvæðinu okkar sem hefur þróast og breyst á hverju ári með breyttum þörfum iðkendanna sem styrkjast og vaxa með okkur.

Aðstaða og búnaður

forsaga Metabolic Reykjavík

Eygló hóf samstarf við Metabolic Ísland árið 2013 og opnaði þá fyrir hóptímaþjálfun í Árbæ í samstarfi við Árbæjarþrek.

Þar blómstraði starfssemin til ársins 2016 eða þangað til Árbæjarþrek lokaði.

Það var svo árið 2018 að Eygló fann húsnæðið að Stórhöfða og eftir langar samningaviðræður við eiganda hússins var loks skrifað undir leigusamning. Breyta þurfti rýminu úr öldurhúsi yfir í íþróttasal og það tókst á undraskömmum tíma. 

Metabolic Reykjavík opnaði í núverandi mynd þann 7. janúar 2019 og er Eygló ein þriggja eigenda að rekstrinum.

Þjálfararnir þínir

Allir þjálfarar hjá Metabolic Reykjavík hafa lokið námi  og hlotið viðeigandi þjálfun í starfi.

Steinunn birta

BsC og MsC í íþróttafræði frá HR.

Steinunn hefur verið í teyminu frá fyrsta degi opnunar og þjálfar hóptíma Metabolic ásamt því að prógramma hluta af æfingunum.

Hún hefur æft íþróttir og stundað lyftingar í mörg ár. Hennar reynsla skilar sér beint í æfingarnar okkar.

Ragnar hefur einstaka ástríðu fyrir styrktarþjálfun. 

Hann tekur einnig að sér einkaþjálfun fyrir almenning og afreksíþróttafólk í Metabolic salnum. 

In addition to coaching Metabolic group classes, Chase offers private and small group strength and mobility training for the general public and athletes hoping to fortify their joints and address pain and/or mobility limitations as they progress towards their goals.

Jakob þjálfar hóptíma Metabolic. Hann hefur mikla ástríðu fyrir styrktarþjálfun. 

Hann tekur einnig að sér einkaþjálfun fyrir almenning og afreksfólk í Metabolic salnum. 

Bryngeir Valdimarsson

ISSA Certified Personal Trainer, Corrective Exercise Specialist and Fitness Coach.

Bryngeir er hóptímaþjálfari hjá Metabolic og höfundur Bryllamallsins.


Hann er einnig kennari og knattspyrnudómari.

Villi er yfirþjálfari í Metabolic, kennir þar hóptíma sem og sinnir þar einka og styrktarþjálfun og nuddi.

Það er pláss fyrir fleiri þjálfara. Hafðu samband ef þú vilt þjálfa hjá okkur. 

Kátur Cavalier

Meistaragráða í knúsi og diplóma í barnagæslu úr skóla hundalífsins.

Kátur hefur mikla ástríðu fyrir því að heilsa öllum sem koma inn og svo má búast við honum sofandi og hrjótandi á meðan allir æfa. 

Hann elskar að læra ný trix og vill gjarnan sýna þau fyrir gott hundanammi. 

 

Eygló egils

Viðskiptafræðingur, ÍAK einkaþjálfari og jógakennari.

Stofnandi og einn eigenda MBR. 

Hennar grunnur er úr jógaheiminum, en hóf að vinna markvisst með hugmyndafræði Metabolic árið 2013.