fbpx

Um okkur

Þinn árangur

er okkar ástríða!

Vertu velkomin-/n í frían prufutíma hvenær sem er  – við tökum vel á móti þér.

  • ÞAÐ SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ

Metabolic Reykjavík er þjálfunarstöð þar sem allir iðkendur æfa undir leiðsögn framúrskarandi þjálfara og í hópi fólks sem hvetur hvert annað áfram og veitir stuðning.

Við vinnum með hágæða æfingakerfi með vísindalegan bakgrunn. Það er engin tilviljun í æfingavali eða uppröðun, allar æfingar eru skipulagðar frá upphafi til enda með ákveðið markmið í huga. Unnið er með markvissa álagsstýringu til að hámarka árangur og minnka hættu á meiðslum.

Við veitum leiðsögn, viðmót og þjónustu sem þú munt ekki finna annarsstaðar. ​Við viljum vita hvað þú heitir og hver markmið þín eru – við viljum virkilega hjálpa þér að ná þessum markmiðum. Við viljum að þú hlakkir til að koma til okkar og upplifir hreyfingu ekki sem kvöð heldur skemmtun. Við viljum að þú upplifir þig sem hluta af samfélaginu okkar. Þannig áttu ekki að þurfa að stóla á einn vin eða vinkonu til að fara með þér á æfingu heldur eiga æfingafélagarnir þínir og þjálfararnir í Metabolic að verða félagsskapurinn sem þú vilt æfa með.

Við bjóðum upp á marga ólíka æfingatíma

Allir tímarnir okkar eru hóptímar og fara fram í æfingasalnum okkar.

Allir tímar eru undir stjórn þjálfara sem sér til þess að iðkendur fái áskorun við sitt hæfi í hverjum og einum tíma.

Við erum með minnst þrjú erfiðleikastig í boði í öllum Metabolictímum (MB1, MB2, MB3 og MB4). Þjálfari stjórnar sameiginlegri upphitun fyrir allan hópinn og fer svo yfir æfingar dagsins með útskýringum. Að æfingu lokinni leiðir þjálfarinn svo lokaæfingu sem við köllum Finisher, þar sem iðkendur fá síðustu (og stundum erfiðustu) áskorun tímans.

Hvað segja iðkendur

Þjálfarar

Eygló

Egilsdóttir

EIGANDI / FRAMKVÆMDASTJÓRI

2019 EIGANDI / FRAMKVÆMDASTJÓRI METABOLIC REYKJAVÍK
2013 EIGANDI / STOFNANDI JAKKAFATAJÓGA
2012 MASTER REHAB TRAINER
2012 ÍAK EINKAÞJÁLFARI FRÁ ÍAK
2009 JÓGAKENNARI FRÁ GUÐJÓNI BERGMANN
2006 VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR BSC FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS

RÚNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

EIGANDI / STJÓRNARFORMAÐUR

2019 EIGANDI / STJÓRNARFORMAÐUR METABOLIC REYKJAVÍK 2014-2018 STYRKTARÞJÁLFARI HANDKNATTLEIKSDEILDAR UMFA
2014 ÍAK STYRKTARÞJÁLFARI FRÁ ÍÞRÓTTAAKADEMÍU KEILIS
2012  EIGANDI/FRAMKVÆMDASTJÓRI METABOLIC AKRANESI
2012 MASTER REHAB TRAINER
2012 ÍAK EINKAÞJÁLFARI FRÁ ÍAK

STEINUNN BIRTA HARALDSDÓTTIR

METABOLICÞJÁLFARI

STUNDAR NÁM Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI HR
2018 METABOLICÞJÁLFARI 
2017  –STYRKTARÞJÁLFARI HJÁ VÍKING 
2017 ÍAK STYRKTARÞJÁLFARI FRÁ ÍÞRÓTTAAKADEMÍU KEILIS HANDBOLTAÞJÁLFARI TIL MARGRA ÁRA OG SPILAR HANDBOLTA SJÁLF MEÐ MFL VÍKING

HELGI JÓNAS GUÐFINNSSON

HÖNNUÐUR METABOLIC ÆFINGAKERFISINS

HÖNNUÐUR METABOLIC ÆFINGAKERFISINS, HVORKI MEIRA NÉ MINNA! EIGANDI METABOLIC GRINDAVÍK & METABOLIC REYKJANESBÆ MEÐ MIKLA REYNSLU AF KÖRFUBOLTAÞJÁLFUN, HVORT SEM ÞAÐ SNÝR AÐ ÍÞRÓTTINNI SJÁLFRI EÐA LÍKAMLEGA ÞÆTTINUM KENNARI TIL MARGRA ÁRA VIÐ EINKAÞJÁLFARANÁM HJÁ ÍÞRÓTTAKADEMÍU KEILIS

HLYNUR MAGNÚSSON

METABOLICÞJÁLFARI

STUNDAR NÁM Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI VIÐ HR
SPILAR KNATTSPYRNU MEÐ MFL. NJARÐVÍKUR 

 

SILLA RÚN HJARTARDÓTTIR

METABOLICÞJÁLFARI

2019 VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR BSC FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS

HEFUR BAKGRUNN ÚR FÓTBOLTA, FIMLEIKUM OG ALMENNUM LYFTINGUM HEFUR MIKINN ÁHUGA Á ÖLLU SEM TENGIST HEILSU OG HREYFINGU

LILJA MARÍA SIGFÚSDÓTTIR

METABOLICÞJÁLFARI

ÍÞRÓTTAFRÆÐI FRÁ HR

Hafðu samband

Hafðu samband

Heimilsfang

Stórhöfði 17

110 Reykjavík

Sími

691 2258

Eygló